föstudagur, nóvember 16, 2007

Eitt og annað.

Loksins gefur maður sér almennilegann tíma í að skrifa. Það er svosem ekkert stórt að gerast til að skrifa um en þó eru nokkrar slúðurfréttir og svona sem ég á eftir að skrifa um. En byrjum á leiknum um síðustu helgi gegn Wigan.

Ég eiginlega þori ekki að missa mig yfir þessum leik. Ef við náum að vinna næsta leik sem er gegn West Ham er ég tilbúinn að byrja predika bjartsýni á nýjan leik. Það sem af er tímabili byrjuðum við mjög illa, en rústuðum svo Derby. Síðan hefur lítið gerst. Þannig að einn stórleikur gegn slöku liði Wigan er ekki alveg nóg. En það má ekki skilja það svo að ég sé ótrúlega svartsýnn og allt það. Það tekur bara tíma fyrir liðið að jafna sig og dafna með nýjann mann við stjórnvölin. Það er kannski eitt sem ég vill tala um varðandi spilamennsku einstakra leikmanna í þessum leik. Það er spilamennska Jenas. Maðurinn spilar mánuðum saman eins og hann sé úti á þekju. Svo kemur einn og einn leikur þar sem hann sýnir hvað hann virkilega getur. Það verður til þess að þegar maður horfir á hann spila hörmulega, leik eftir leik vitandi hvers hann er megnugur verður maður alveg ótrúlega pirraður. Ég vona svo sannarlega að hann sé bara búinn að finna sig og sýni svona leiki oftar en ekki. Annars voru allir leikmenn liðsins nema kannski Chimbo að spila stórvel. Ég er ekki alveg að skilja hvað er að Chimbonda þessa leiktíð. Hann er alveg að leggja mikið á sig og svona en hann er bara engann veginn að skila sínu hlutverki og er engann veginn að spila sem hluti af liði.

Svo að fréttum og slúðri.

Það hefur verið mikið rætt um ummæli sem Ramos lét falla um holdarfar THUDD á dögunum, þar sem hann sagði að THUDD mætti alveg missa nokkur kíló og fengi nú nýtt æfingaprógram.

Mér finnst T.H vera frekar skrýtinn leikmaður, Leikstíll hans er ekki í nokkru samræmi við skrokkinn hans. Spurninginn er þá hvort sé betra að aðlaga skrokkinn að leikstílnum eða öfugt.

Kostir T.H eru þeir að hann er með rosalega góðar sendingar, hann les leikinn ágætlega, Hann er stór og sterkur og mjög yfirvegaður.

Hans stærsti ókóstur er hversu passífur hann er. Það vanntar allt keppnisskap og grimmd í manninn. Þegar talað er um of þunga leikmenn detta mér tveir menn í hug. Gazza og Rooney. Þessir menn voru/eru ekki lélegir þrátt fyrir aukakílóin. Enda hafa þessir menn grimmd og keppnisskap og geta/gátu nýtt sér þyngd sína. Þessir menn geta/gátu sett höfuðið undir sig og keyrt á menn með boltann. Hversu oft sér maður ekki Rooney fá boltann á miðsvæðinu og hann setur bara í fluggírinn og keyrir upp að marki andstæðinganna. Þetta gat Gazza líka. Þú nærð ekkert auðveldlega boltanum af manni eins og Ronney þegar hann er kominn á fullaferð enda sterkur og ákveðinn leikmaður.

Hvað myndi varnarmaður hugsa ef að hann sæji T.H koma á fullu skriði í áttina að sér? Ýmindið ykkur bara þetta ferlíki á fullri ferð þetta er skriðþungi á við flugmóðuskip. En þetta sér maður bara THUDD því miður aldrei gera. Hann stoppar frekar og sendir boltann í fallegum boga yfir á kanntinn.

Sumir hafa bennt á að hann er að upplagi varnarmaður og gæti því spjarað sig betur þar. "Hraði og snerpa er ekki eins mikilvægur kostur þar og á miðjunni". Really? Maðurinn sem tæklar aldrei og vinnur aldrei skallabolta? Hann hefur svo sannarlega líkamann í að verða góður varnarmaður, en ekki hugarfarið. Hann hefur gefið þá afsökun að hann var svo svakalega stór og sterkur þegar hann var unglingur að hann hafi ekkert getað farið í tæklingar án þess að valda annaðhvort meiðslum eða fá rauðaspjaldið.

So what? Þetta er ekki ungliliðið, þetta er aðalliðið. Það þýðir ekkert að koma með vottorð fyrir því að þú meigir ekki tækla. Maðurinn hlýtur að getað æft það eins og annað.

Það er allavega mín skoðun að líkaminn sé ekki hans stærsta vandamál. Hans stærsta vandamál er andlegt. Honum vantar grimmd, keppnisskap og ósérhlífni. Hafi hann það getur hann notað líkamann sér í vil. En auðvitað er ekkert nema gott að hann sé líka að vinna í því að verða hreyfanlegri.
---------------------------------------------

Annað slúður er að Ramos fái nú pening til að kaupa helling í janúar, og allir að vellta því fyrir sér hvaða stórstirni sé á leiðinni.

Skoðum aðeins hverjir hafa verið keyptir á undanförnum árum í janúarglugganum. Svona þeir helstu:

Rocha
Alnwick
Ghaly
Murphy
Dawson
A.Reid
Cerny
Hamdaoui
Limbersky
Emil Hallfreðsson

Undanfarin ár höfum vð ekki keypt nema einn leikmann sem hefur verið að gera góða hluti (Daws). Það hafa ekki verið gerð nein stórkaup undanfarin ár í þessum glugga (Dawson var alls ekki stórt nafn þegar hann var keyptur). Sömu sögu má segja um önnur lið. Það heyrir til algjörra undantekninga þegar mikilsmetinn leikmaður er keyptur í janúar. Þannig að ég á von á nokkrum leikmönnum í janúar en ég efast um að ég hafi nokkurtíma heyrt á þá minnst (s.s engin stór nöfn).
----------------------------------------------------------------

Svo er ég búinn að lesa nokkrar greinar núna að undanförnu um Ramos. Það virðist vera samnefnari í öllum þessum greinum að Ramos hafi tekið við Sevilla sem svona miðlungsliði og gert það að góðu liði sem spilar skemmtilega knattspyrnu. Nú horfði ég ekkert á marga leiki Sevilla á meðan Ramos var við völd þarna, en nokkra þó (horfði kannski á svona 5-6 leiki með þeim í fyrra). Ég verð eiginlega að viðurkenna að allir leikirnir sem ég sá með Sevilla voru ömurlegir. Ég held að ég geti ekki nefnt eitt lið í evrópu sem fór meira í taugarnar á mér en Sevilla. Það er eitt í fótbolta sem ég get orðið ævur af reiði útaf og það er leikaraskapur. Leikaraskapur var einmitt það sem Sevilla bauð áhorfendum uppá leik eftir leik. Þannig að þegar menn tala um fallegann bolta og Harlem Glotrotters fótboltans þegar þeir tala um Sevilla þá hristi ég hausinn.

Sem betur fer er leikaraskapur ekki liðinn á Englandi, ekki af leikmönnum, áhorfendum né dómurum (þó það sjáist nú einstaka leikrænir tilburðir). Þannig að ég geri ekki ráð fyrir að Ramos innleiði þetta í leikmenn.

Ætli ég segi þetta ekki gott í bili. Reyni að skrifa aftur um leið og færi gefst aftur.

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Smá skrif um ekkert

Ég eiginlega skrifa hérna núna til að láta vita að ég er enn á lífi og enn að fylgjast með Spurs :).

Einhvernveginn finnst mér samt ég eiginlega ekkert hafa að segja þannig séð. Staðan er einhvernveginn þannig að maður þarf bara að bíða.

Við erum að tapa leikjum og gera jafntefli og svona en maður getur eiginlega ekki gagnrýnt liðið. Leikmenn eru að aðlagast nýjum stjóra með nýjar áherslur og því kannski ósanngjarnt að gagnrýna menn fyrir slakan leik á meðan staðan er eins og hún er. Ekki er heldur hægt að gagnrýna þjálfarann, því hann er nýkominn og ekki hægt að ætlast til þess að hann bjargi heiminum í sínum fyrsta leik. Þannig að nú er bara að bíða eftir að allir aðlagist breytingunum svo maður geti áttað sig á hvað koma skal.

Það veldur mér samt smá áhyggjum að Ramos kjósi að setja Berbatov og Keane á bekkinn í sínum fyrsta leik. Heldur hefði ég viljað sjá hann setja Jenas á bekkinn.

Svo vona ég innilega að Ramos gefi BAE og Dervite tækifæri fljótlega. Þá sérstaklega BAE, enda held ég mikið upp á þann leikmann. Svo verður náttúrulega gaman að sjá hvað gerist með Ghaly, fær hann séns?

En merkilegri hluti hef ég víst ekki að segja að svo stöddu. Vona bara að það komi upp einhver stemming meðal leikmanna til að fara vinna leiki.

fimmtudagur, október 25, 2007

Jol farinn fyrir Jól.

jæja nú verður maður að koma aðeins inn í umræðuna. Ég hef haldið mig til hlés undanfarið vegna þess að innan sem utanvallar eru aðeins vandamál sem öll hafa komið fram í umræðunum. Þannig að ég hef ekki getað bætt neinu við. Nenni ekki að skrifa eitthvað ef það er bara copy/paste.

En nú getur maður ekki annað en kommentað. Jol kallinn hættur störfum. Ég á svo sannarlega eftir að sakna hans. Ég held hinsvegar að ástandið í búningsklefanum hafi verið svo slæmt að það hefði ekki lagast nema með stórkostlegum breytingum eins og þessum. Maður sá það svo augljóslega að eitthvað mikið var að. Það var enginn einhvernveginn eins og hann á að sér að vera. Dawson sem er vanur að mæta í leiki eins og grenjandi ljón, öskrandi og stjórnandi vörninni með harðri hendi, var farinn að vera eins og ljúfur kórdrengur inná vellinum. Chimbo sem er einnig vinnuhestur dauðans var hættur að nenna að verjast. Berbatov var kletturinn sem leikmenn litu upp til á síðasta tímabili. Hann hefur ekki verið skugginn af sjálfum sér á þessu tímabili. Jol sjálfur var líka orðin mjög ólíkur sjálfum sér. Hann var farinn að sitja leikina á enda með vonleysissvip. Þetta var eins augljóst og hægt var í leiknum gegn Newcastle. Þá voru þeir 3-1 yfir en Big Sam var ekkert á því að láta fara vel um sig það sem eftir var. Hann öskraði sig hásann og lét leikmenn vita að þeir ættu að klára leikinn og þeir mættu byrja að slaka á þegar dómarinn flautaði. Á meðna sat Jol sem fastast með vonleysis svipinn og horfði í gaupnir sér á meðan leikmenn voru í bullinu inná vellinum.

Við höfum farið í gegnum lægðir áður undir stjórn Jol, en núna var eitthvað meira í gangi, og kannski er það bara félaginu fyrir bestu að fá inn nýjann mann.

Hinsvegar hef ég alls ekki misst trú á Jol og hæfileikum hans. Þetta er án efa einn af 20 bestu þjálfurum evrópu í dag að mínu mati. Ég minnist veru hans hjá okkur ekki af þeim leikjum sem við töpuðum undir hans stjórn heldur þeim framförum sem liðið tók undir hans stjórn. Áður en hann tók við félaginu vorum við að staðnaðir í að vera miðlungslið í deildinni. Nú þegar hann er farinn erum við lið með stór markmið og erum að þróast í að vera ógn við stórveldin 4.

Menn hafa oft nefnt það að skýringin á velgengni okkar sé að það hafi verið eitt svo og svo mörgum milljónum í leikmenn. Það tel ég vera alrangt. Leikmenn eru ekki hlutir sem þú kaupir út í búð. Ástæða þess að við höfum geta keypt menn eins og Zokora, Berbatov, Chimbonda og fleirri (þrátt fyrir mikinn áhuga stóru liðana) er að klúbburinn hefur verið að gera góða hluti innan vallar sem utan. Leikmenn sjá Spurs sem hot prospect og vilja vera með í uppbyggingunni.

Allavega óska ég Jol velfarnaðar og kveð hann með söknuði. Ég mun halda áfram að syngja "I love Martin Jol". Svo er bara að horfa fram á veginn og vona að leikmenn fái aftur andann yfir sig.

sunnudagur, október 07, 2007

Liverpool 2 - Tottenham 2

Ekki léttist á manni lundin við þennan leik. Það var svosem margt gott í þessum leik, jafnvel meira af góðum hlutum en slæmum. En ég er bara orðinn frekar þreyttur á þessu. Þolinmæði mín hefur sín takmörk.

Það fór bara allt í taugarnar á mér í þessum leik. Ef við byrjum að fara aðeins út fyrir völlinn þá fór myndatakan gríðarlega í taugarnar á mér. Spurning um að fá hlutlausa menn á myndavélarnar. Bæði mörk Spurs nást illa. Fyrra markið kom manni í opna skjöldu. Maður þurfti tíma á að átta sig á hlutunum vegna mistaka í útsendingu. Seinna markið er svipað. Myndatökumenn vilja endursýna allt sem Liverpool gera í stað þess að fylgja Spurs eftir í sókn. Arnar Björnsson lýsti leiknum eins og fáráður. T.d fyrra mark L.pool boltanum er neglt rétt fyrir utan teig í varnarmann og boltinn lendir í jörðinni fyrir framan Robbo. Þetta eru gríðarlega erfiðir boltar og oft uppskrift af marki. Robbo nær að slæma höndum í boltann, boltinn dettur inní teig þar sem Voronin kemur einn og óvaldaður að boltanum. En markið skrifast á Robbo???? Er maðurinn ekki með öllum mjalla?

Robbo hefur ekki verið að standa sig vel undanfarið en það gerir það samt ekki að verkum að það meigi skrifa öll mistök sem verða á vellinum á hann.

Í stöðunni 1-2 held ég að flestir Spursarar hafi vonað að við myndum ná jafntefli. Ég velti fyrir mér hvort leikmenn og þjálfari þurfi ekki að kaupa sér minnisblokk, því eitthvað er að. Hversu oft hefur það virkað hjá okkur að komast yfir í leik og pakka í vörn? Kannski í 30% tilvika? Hversu oft þarf þetta að gerast til þess að menn fari að átta sig á að þetta virkar ekki? Í stöðunni 1-2 hefði að mínu viti verið gáfulegra að skipta út allri vörninni fyrir sóknarmenn og blása til stórsóknar. Það hefði þá allavega verið eitthvað nýtt í stað þess að hugsa "við klúðrum alltaf niður forskoti þegar við leggjumst í vörn... uuuhhh Strákar!!! Leggjumst í vörn"

En vissulega var margt jákvætt í þessum leik líka. Jafntefli á Anfield er alltaf ásættanlegt. Flestir leikmennirnir okkar voru að spila vel. Það var barátta í liðinu og margt fleirra. En ég bara nenni ekki að tala um það því mér finnst þetta ekki ásættanlegt að klúðra leiknum á heimskunni einni saman.

laugardagur, október 06, 2007

Orðinn frekar pirraður.

Jæja þá er maður loks tengdur veraldarvefnum á nýjan leik. Þetta hlé gæti hafa valdið kaflaskiptum hjá mér. Ég er nefninlega ekkert voðalega happy yfir stöðu mála. Ég er farinn að standa mig af því að verða mjög pirraður yfir leikjum. Ég hugsa að það sé staðan hjá mörgum öðrum. Málið er að maður sér hvað það býr mikið í liðinu í hverjum einasta leik. Þess vegna verður maður oft ansi pirraður þegar liðið missir dampinn og spilar langt undir getu og klúðrar málunum. Þessi svakalegi óstöðugleiki milli leikja fer líka svolítið í taugarnar á mér þessa dagana.

Í leiknum gegn Fulham komumst við í 1-3 og gátum svo verið ánægðir með 3-3 jafntefli í lokinn miðað við gang leiksins. Gegn villa komast gestirnir í 1-4 og við náum svo að jafna. Við vinnum Famagusta 6-1 í fyrri leiknum en náum svo aðeins jafntefli í seinni leiknum.

Ég veit ekki hverju er um að kenna. Hvað veldur því að leikmaður gengur inná völl þar sem saman eru komnir tugir þúsunda manna til að hylla hann og hann er áhugalaus? Þarf einhverja svaka þjálfararæðu til þess að þú hafir metnað til að standa þig í þessum aðstæðum? Að mínu mati er mesta mótivering sem þú getur fengið að tugir þúsunda manna hvetji þig til dáða. Ef að það hvetur þig ekki áfram þá eru engin orð sem fá þig til þess. En svo er eins og í Villa leiknum að leikmenn hafi fengið samviskubit yfir því hversu svakalega lélegir þeir voru og hafi tekið sig til við að reyna aðeins að bjarga andlitinu. Jol á líklega sök á þessu líka. Hversu vitlaust hefur hann lagt Aston Villa leikinn upp? Ég held að svarið sé að hann hafi lagt hann fullkomnlega vitlaust upp í upphafi og hafi svo náð að bjarga sér aðeins í seinni hálfleik.

Svo á morgun er það Liverpool. Það sem ég óttast mest er að við skíttöpum þessum leik. Það er ekkert í spilunum sem gefur það til kynna að við munum vinna leikinn. En eins og frasinn segir allt er mögulegt í fótboltanum. Ég veit ekki hvort er verra fyrir liðið að tapa leiknum með eins marks mun eða með 7 marka mun. Kannski mun stórtap verða til þess að við náum botninum. Kannski náðum við botninum í síðasta leik í stöðunni 1-4?